Dauðinn sækir þá heim sem trufla hina eilífu hvíld konunganna... Fyrir Judith Osmond virðast allir draumar hennar hafa ræst. Þrátt fyrir að... > Lire la suite
Dauðinn sækir þá heim sem trufla hina eilífu hvíld konunganna... Fyrir Judith Osmond virðast allir draumar hennar hafa ræst. Þrátt fyrir að hafa fæðst í fátækt erfir hún ríkan ættingja og getur því gert allt sem hún vill. Hún giftist Tybalt, ungum fornleifafræðingi sem hún hefur verið ástfangin af frá unga aldri, og þau ferðast til Egyptalands, nokkuð sem Judith hefur alltaf dreymt um að gera. En það er í Egyptalandi sem bölvun konunganna virðist ætla að rætast og það reynir á kænsku Judith að leysa ráðgátuna.
Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.