Saga þessi hefst í fjölmennri veislu hjá Rochefort lávarði sem kominn er af einni voldugustu fjölskyldu Frakklands. Þrátt fyrir völd og víðfrægð... > Lire la suite
Saga þessi hefst í fjölmennri veislu hjá Rochefort lávarði sem kominn er af einni voldugustu fjölskyldu Frakklands. Þrátt fyrir völd og víðfrægð eru afkomendur Rochefort ættarinnar ekki taldir miklir sómamenn og sannast það er lávarðurinn og sonur hans Charles berjast um ástir hinnar amerísku og undurfögru Mary Gould. Veislan skrautlega tekur snöggan endi þegar röð glæpsamlegra athæfa eiga sér stað. Er Basil fursti fær fregnir af málinu er hann fljótur að koma Lejaune lögregluforingja til hjálpar enda grunar hann að gamall erkifjandi muni skjóta upp kollinum þá og þegar.
Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.
Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.